Önnur árás í Sydney Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 10:47 Lögreglan hefur verið með mikinn viðbúnað við kirkjuna þar sem árásin var framin í Ástralíu. EPA Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira