Opinber umræða fyrir hvern? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:54 Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun