Opinber umræða fyrir hvern? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:54 Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun