1.500 undirskriftir fyrir forseta Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson skrifa 16. apríl 2024 11:00 Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Indriði Stefánsson Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Stjórnarskrá Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun