Óli var búinn að vara við: „Ef þeir syngja um mig þá kveikir það í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 15:32 Ólafur Ólafsson naut sín í botn í Síkinu í gærkvöld og það virðist afar ólíklegt að hann komi þangað aftur í vor. Stöð 2 Sport Ólafur Ólafsson var frábær á Sauðárkróki í gær þegar Grindavík fór illa með Íslandsmeistara Tindastóls og komst í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Óli var valinn PlayAir leiksins og hann segist einfaldlega hafa vitað að hann yrði að gera enn meira en áður, vegna umdeilds leikbanns DeAndre Kane. „Ég vissi bara að ég þyrfti að koma tilbúinn, af því að við vorum manni færri. Ég er búinn að reyna að segja Tindastóls-stuðningsmönnunum margoft að ef þeir syngja eitthvað um mig þá kveikir það bara í mér. Þeir voru að syngja eitthvað fyrir leik og það þurfti ekki mikið til að kveikja í mér. Þannig að ég var alltaf að fara að setja niður fyrsta skotið,“ sagði Óli hress í Körfuboltakvöldi eftir leik en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Ólafur Ólafs Stefán Árni Pálsson benti á að Óli hefði í raun þurft að fylla í skarð karaktersins sem Kane er – fara óhikað í menn og sjá til þess að enginn í hinu liðinu fengi að vaða eitthvað uppi: „Ég var pínulítið í þessu áður fyrr en er með tvo einstaklinga í þessu núna. Ég er búinn að taka það að mér frekar að halda þeim í skefjum. En þegar ég þarf þá geri ég það,“ sagði Óli sem var líkt og margir Grindvíkingar ekki hrifinn af dómnum sem Kane fékk: „Þegar ég fékk fréttirnar um að hann [Kane] væri að fara í bann þá sendi ég svona myndband af því að það væri verið að hella bensíni á eldinn. Það þarf ekki mikið til að kveikja í okkur. Svo er hann að fá aukadaga í hvíld núna svo að hann mætir ferskur í næsta leik,“ sagði Óli en skemmtilegt spjall hans við sérfræðinga Körfuboltakvölds má sjá hér að ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Óli var valinn PlayAir leiksins og hann segist einfaldlega hafa vitað að hann yrði að gera enn meira en áður, vegna umdeilds leikbanns DeAndre Kane. „Ég vissi bara að ég þyrfti að koma tilbúinn, af því að við vorum manni færri. Ég er búinn að reyna að segja Tindastóls-stuðningsmönnunum margoft að ef þeir syngja eitthvað um mig þá kveikir það bara í mér. Þeir voru að syngja eitthvað fyrir leik og það þurfti ekki mikið til að kveikja í mér. Þannig að ég var alltaf að fara að setja niður fyrsta skotið,“ sagði Óli hress í Körfuboltakvöldi eftir leik en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Ólafur Ólafs Stefán Árni Pálsson benti á að Óli hefði í raun þurft að fylla í skarð karaktersins sem Kane er – fara óhikað í menn og sjá til þess að enginn í hinu liðinu fengi að vaða eitthvað uppi: „Ég var pínulítið í þessu áður fyrr en er með tvo einstaklinga í þessu núna. Ég er búinn að taka það að mér frekar að halda þeim í skefjum. En þegar ég þarf þá geri ég það,“ sagði Óli sem var líkt og margir Grindvíkingar ekki hrifinn af dómnum sem Kane fékk: „Þegar ég fékk fréttirnar um að hann [Kane] væri að fara í bann þá sendi ég svona myndband af því að það væri verið að hella bensíni á eldinn. Það þarf ekki mikið til að kveikja í okkur. Svo er hann að fá aukadaga í hvíld núna svo að hann mætir ferskur í næsta leik,“ sagði Óli en skemmtilegt spjall hans við sérfræðinga Körfuboltakvölds má sjá hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira