Gleymdu börnin Kolbrún Pálsdóttir skrifar 17. apríl 2024 14:01 Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Austur-Kongó Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar