Varnargarðar utan um fólkið í Grindavík Guðbrandur Einarsson skrifar 18. apríl 2024 07:30 Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Grindavík Guðbrandur Einarsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun