Heilbrigðiskerfi Íslands – horfum til framtíðar Egill Steinar Ágústsson skrifar 18. apríl 2024 10:00 Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun