Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 11:43 Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Dragonfly gæti litið út. NASA/Johns Hopkins APL/Steve Gribben Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. Um er að ræða verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár og er það nú á lokastigi. Í yfirlýsingu frá NASA segir að þá tafir hafi orðið á verkefninu standi til að fjárfesta í stærri eldflaug til að koma Drekaflugunni út í geim og þannig stytta ferðalagið til Títan. Til stendur að skjóta þyrludrónanum af stað til Títan í júlí 2028 og gangi allt að óskum á hann að lenda á tunglinu árið 2034. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu Drekaflugunni af stað árið 2026. Sjá einnig: NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Vegna þykks andrúmslofts Títans er ekki hægt að reiða á sólarorku þar og verður Drekaflugan því kjarnorkuknúin. Vonast er til þess að drónaþyrlan muni geta flogið um Títan í minnst tvö ár en mestum tíma mun Drekaflugan þó verja á jörðu niðri, við vísindamælingar. Hér má sjá hvernig Títan er talinn líta út undir yfirborðinu.A. D. Fortes/UCL/STFC Títan er næststærsta tungl sólkerfisins og í senn það eina sem er með þykkt andrúmsloft og er þyngdarkrafturinn þar einnig lítill. Því er tunglið talið kjörið fyrir þyrludróna eins og Drekafluguna. Títan hefur lengi verið talinn merkilegur staður og þykja aðstæður þar mögulega líkjast aðstæðum á jörðinni þegar líf myndaðist hér. Þá er talið að undir yfirborði tunglsins megi finna mikið af vatni í fljótandi formi. Á yfirborðinu sjálfu má finna fljótandi metan eða etan og er Títan eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina með vökva á yfirborðinu. Árið 2004 mætti Cassini-geimfarið til Títans og ári síðar lenti Huygens-lendingarfarið þar. Cassini lauk árið 2017 og síðan þá hefur ekkert geimfar verið við Satúrnus. Tilraunir NASA með litlu þyrluna Ingenuity á Mars undanfarin ár gengu framar vonum. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Í janúar, tæpum þremur árum eftir lendinguna á Mars, fór Ingenuity í sína 72. og síðustu flugferð. Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Bandaríkin Satúrnus Vísindi Geimurinn Kjarnorka Tengdar fréttir Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. 28. janúar 2024 23:32 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Um er að ræða verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár og er það nú á lokastigi. Í yfirlýsingu frá NASA segir að þá tafir hafi orðið á verkefninu standi til að fjárfesta í stærri eldflaug til að koma Drekaflugunni út í geim og þannig stytta ferðalagið til Títan. Til stendur að skjóta þyrludrónanum af stað til Títan í júlí 2028 og gangi allt að óskum á hann að lenda á tunglinu árið 2034. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu Drekaflugunni af stað árið 2026. Sjá einnig: NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Vegna þykks andrúmslofts Títans er ekki hægt að reiða á sólarorku þar og verður Drekaflugan því kjarnorkuknúin. Vonast er til þess að drónaþyrlan muni geta flogið um Títan í minnst tvö ár en mestum tíma mun Drekaflugan þó verja á jörðu niðri, við vísindamælingar. Hér má sjá hvernig Títan er talinn líta út undir yfirborðinu.A. D. Fortes/UCL/STFC Títan er næststærsta tungl sólkerfisins og í senn það eina sem er með þykkt andrúmsloft og er þyngdarkrafturinn þar einnig lítill. Því er tunglið talið kjörið fyrir þyrludróna eins og Drekafluguna. Títan hefur lengi verið talinn merkilegur staður og þykja aðstæður þar mögulega líkjast aðstæðum á jörðinni þegar líf myndaðist hér. Þá er talið að undir yfirborði tunglsins megi finna mikið af vatni í fljótandi formi. Á yfirborðinu sjálfu má finna fljótandi metan eða etan og er Títan eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina með vökva á yfirborðinu. Árið 2004 mætti Cassini-geimfarið til Títans og ári síðar lenti Huygens-lendingarfarið þar. Cassini lauk árið 2017 og síðan þá hefur ekkert geimfar verið við Satúrnus. Tilraunir NASA með litlu þyrluna Ingenuity á Mars undanfarin ár gengu framar vonum. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Í janúar, tæpum þremur árum eftir lendinguna á Mars, fór Ingenuity í sína 72. og síðustu flugferð. Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri.
Bandaríkin Satúrnus Vísindi Geimurinn Kjarnorka Tengdar fréttir Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. 28. janúar 2024 23:32 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00
Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47
Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. 28. janúar 2024 23:32