Traust og gagnsæi Halldór Auðar Svansson skrifar 19. apríl 2024 09:01 Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun