Hlauparinn sem fékk að vinna fær ekki að halda sigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 10:30 He Jie er stór hlaupastjarna í Kína og á kínverska metið í maraþonhlaupi. Sigur hans í hálfmaraþoni í Peking þótti grunsamlegur og nú hefur hann verið tekinn af honum. Getty/Zhizhao Wu Kínverska hlauparanum sem var hleypt fram úr á lokaspretti Peking hálfmaraþonsins á dögunum fær ekki að halda sigrinum. He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024 Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira