Hlauparinn sem fékk að vinna fær ekki að halda sigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 10:30 He Jie er stór hlaupastjarna í Kína og á kínverska metið í maraþonhlaupi. Sigur hans í hálfmaraþoni í Peking þótti grunsamlegur og nú hefur hann verið tekinn af honum. Getty/Zhizhao Wu Kínverska hlauparanum sem var hleypt fram úr á lokaspretti Peking hálfmaraþonsins á dögunum fær ekki að halda sigrinum. He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024 Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira