Um sjálfstæði þjóðar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:36 Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar