Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 17:22 Sýn á meðal annars vefmiðilinn Vísi, útvarpsstöðina Bylgjuna og fleiri stöðvar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21