Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 19:00 Trump við dómshúsið á Manhattan þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. AP/Spencer Platt Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira