„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:16 Jóhann Þór var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira