Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2024 19:14 Álfrún lengst til hægri ásamt fjölskyldu Baldurs og Felix. Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“ Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira