„Rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 10:31 Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Getty/ Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í vikunni. Hann var orðaður við störf í Skandinavíu í vetur en er spenntari fyrir komandi verkefnum í Laugardalnum. Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira