Katrín og Gunnar Sævar Þór Jónsson skrifar 22. apríl 2024 15:30 Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun