Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 07:00 Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun