Er þetta í alvöru verðlaunaefni? Snorri Másson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Íslensk tunga Stjórnsýsla Snorri Másson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun