Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 23:18 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig geimfarið litla á að líta út þegar segl þess hefur verið tekið í notkun á braut um jörðu. NASA/Aero Animation/Ben Schweighart Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan.
Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00