Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 08:41 Grant hefur þegar verið látin laus gegn tryggingu og líkur eru á að dómurinn yfir henni verði felldur úr gildi. Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984. Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984.
Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira