Upptök eldsins í gömlu kauphöllinni enn ókunn Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 11:26 Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku. Vísir/EPA Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag. Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54