Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 10:00 Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, segir ummæli Brynjars Karls lítillækkandi fyrir hans leikmenn. Vísir/Samsett Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. „Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári. KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári.
KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00