Framsókn leggst ekki í duftið Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar 26. apríl 2024 10:01 Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar