Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld Birna Þórarinsdóttir skrifar 26. apríl 2024 09:00 Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Hjálparstarf Bólusetningar Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun