Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 15:40 Kevin Oram, Kjartan Þórsson og Jóhannes Ingi Torfason eru stofnendur Prescriby. Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. „Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður. Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
„Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður.
Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira