Óbærileg léttúð VG Jakob Frímann Magnússon skrifar 27. apríl 2024 07:31 Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Fiskeldi Flokkur fólksins Vinstri græn Alþingi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun