Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. apríl 2024 12:30 Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sorphirða Danmörk Svíþjóð Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun