Enga saltdreifara á Bessastaði takk Skírnir Garðarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Vistheimili Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun