Liðsfélagarnir í sumarfríi en hann að vinna tólf tíma á dag á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 09:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hér treður hann boltanum í körfuna á móti Ítölum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýju heimildarmyndina um körfuboltastjörnuna Tryggva Snæ Hlinason og sumarið hans í Svartárkoti. Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a> Spænski körfuboltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a>
Spænski körfuboltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira