Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 16:31 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins sést hér með Ásmundi Einarr Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu. ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu.
ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti