„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 10:31 DeAndre Kane slær í myndatökuvél á leið sinni til búningsherbergja eftir að hann var rekinn af velli gegn Keflavík. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. Kane fékk tæknivillu fyrir leikaraskap í seinni hálfleik og var sendur í sturtu. Fyrr í leiknum hafði hann fengið óíþróttamannslega villu. Kane var langt frá því að vera sáttur og það tók sinn tíma að koma honum af velli. Grindavík vann leikinn, 102-94, og komst þar með í 1-0 í einvíginu. Kane hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en hann missti af einum leik í einvíginu gegn Tindastóli vegna leikbanns. Að mati Teits Örlygssonar gerðu dómararnir rétt þegar þeir gáfu Kane tæknivilluna fyrir leikaraskapinn. Hann vill þó ekki sjá Grindvíkinginn fara í leikbann. „Það er búið að dæma þetta í allan vetur. Ég sá bara svona í síðasta leik, þessar floppvillur. Mér finnst allt í lagi að það sé tekið á þessu af því við vorum farin að sjá ansi marga dómara þar sem menn voru að plata dómarana með einhverju leiðinafloppi. En að fara í leikbann út af því finnst mér algjörlega fáránlegt,“ sagði Teitur en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagðist í viðtali eftir leikinn búast við því að Kane færi í leikbann. „Þarna þarf dómarinn væntanlega að meta hversu mikill leikaraskapur þetta er, sem þetta er, því venjulega fá leikmenn aðvörun ef þetta er smá á jaðrinum og svo fá þeir tæknivillu ef þeir gera það aftur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Strákarnir ræddu svo um hegðun Kanes eftir að hann var rekinn úr húsi og Stefán Árni Pálsson benti á að Jón Bender, eftirlitsdómari leiksins, hefði verið með nefið ofan í því. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um brottrekstur DeAndres Kane „Við vitum ekki nákvæmlega núna hvort þetta núllast út, þetta leikbann sem hann tók út á sínum tíma. Ef svo er, þá er ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann út af þessu, frekar en einhverju öðru,“ sagði Matthías. Teitur furðaði sig svo á að enginn Grindvíkingur hefði stöðvað Kane þegar hann kvartaði í dómurum leiksins eftir að búið var að vísa honum af velli. Kane skoraði 24 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í gær. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Keflavík á laugardaginn. Umræðuna um brottrekstur Kanes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira
Kane fékk tæknivillu fyrir leikaraskap í seinni hálfleik og var sendur í sturtu. Fyrr í leiknum hafði hann fengið óíþróttamannslega villu. Kane var langt frá því að vera sáttur og það tók sinn tíma að koma honum af velli. Grindavík vann leikinn, 102-94, og komst þar með í 1-0 í einvíginu. Kane hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en hann missti af einum leik í einvíginu gegn Tindastóli vegna leikbanns. Að mati Teits Örlygssonar gerðu dómararnir rétt þegar þeir gáfu Kane tæknivilluna fyrir leikaraskapinn. Hann vill þó ekki sjá Grindvíkinginn fara í leikbann. „Það er búið að dæma þetta í allan vetur. Ég sá bara svona í síðasta leik, þessar floppvillur. Mér finnst allt í lagi að það sé tekið á þessu af því við vorum farin að sjá ansi marga dómara þar sem menn voru að plata dómarana með einhverju leiðinafloppi. En að fara í leikbann út af því finnst mér algjörlega fáránlegt,“ sagði Teitur en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagðist í viðtali eftir leikinn búast við því að Kane færi í leikbann. „Þarna þarf dómarinn væntanlega að meta hversu mikill leikaraskapur þetta er, sem þetta er, því venjulega fá leikmenn aðvörun ef þetta er smá á jaðrinum og svo fá þeir tæknivillu ef þeir gera það aftur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Strákarnir ræddu svo um hegðun Kanes eftir að hann var rekinn úr húsi og Stefán Árni Pálsson benti á að Jón Bender, eftirlitsdómari leiksins, hefði verið með nefið ofan í því. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um brottrekstur DeAndres Kane „Við vitum ekki nákvæmlega núna hvort þetta núllast út, þetta leikbann sem hann tók út á sínum tíma. Ef svo er, þá er ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann út af þessu, frekar en einhverju öðru,“ sagði Matthías. Teitur furðaði sig svo á að enginn Grindvíkingur hefði stöðvað Kane þegar hann kvartaði í dómurum leiksins eftir að búið var að vísa honum af velli. Kane skoraði 24 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í gær. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Keflavík á laugardaginn. Umræðuna um brottrekstur Kanes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57
Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22