Í ker eða kistu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. maí 2024 18:31 Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Kirkjugarðar Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar