Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2024 19:00 1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun