Fjármunum veitt þangað sem neyðin er mest Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 3. maí 2024 09:00 Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Síerra Leóne Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun