Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:01 Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun