Hafðu áhrif á líf barna Ída Björg Unnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:00 Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun