„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:31 Deandre Kane slær hér í myndavél starfsmanns Stöðvar 2. Stöð 2 Sport Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér.
„Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira