Ókostir forsetaframbjóðandans Katrínar Jakobsdóttur Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 5. maí 2024 16:31 Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við stjórnmálin á meðan hún stendur í forsetaframboði, en hún ræður samt varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einn helsta áróðursmann flokksins til sín. Þetta segir ótal margt um hennar framboð; meðal annars það að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á hana sem sinn frambjóðanda, að hennar framboð er þar með orðið pólitískt, og að forsetaframbjóðandinn Katrín Jakobsdóttir sé orðin svo nátengd Sjálfstæðisflokknum að enginn annar kom til greina en Friðjón Friðjónsson, einn helsti almannatengsla sérfræðingur flokksins. Enginn úr hennar eigin stjórnmálaflokki, enginn óháður sérfræðingur, enginn nema Friðjón. Katrín veit að þá verður hennar framboð pólítískt og umdeilt, en henni er sama. Hún treystir á að hennar fylgi bíði ekki skaða af þessu - og Friðjón hefur örugglega fullvissað hana um það þetta yrði allt í stakasta lagi. Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að leggja henni lið og hún myndi fá ótal tækifæri til þess að þakka fyrir sig þegar hún væri orðin forseti. Engar áhyggjur. Katrín Jakobsdóttir er tækifærissinni. Vinstri grænir eru komnir niður fyrir 5% í könnunum, og líklegt að flokkurinn þurrkist út í næstu Alþingiskosningum. Sambýlið við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk hefur kostað flokkinn lífið. Vinstri grænir, stjórnmálaflokkur undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefur sagt skilið við öll sín gildi, og gengur fyrst og fremst erinda útgerðar, fjármagnseigenda og norskra laxeldisfyrirtækja, eins og flokkurinn væri bara systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Og á ögurstundu, þegar allt virðist vonlaust, losnar embætti forseta Íslands, og þá stekkur Katrín frá borði hins sökkvandi skips og brosir framan í þjóðina hinu vel þekkta brosi vinsælasta stjórnmálamanns landsins. Hún treystir á að þegar kemur að kosningum verði allir búnir að gleyma rjúkandi rústunum sem hún skilur eftir sig, og hennar eigin mælska og landsfrægi persónuþokki skili henni embættinu. Hún veit sem er að stjórnmálamenn á Íslandi komast óhindrað upp með nokkurn veginn hvað sem er, og hún er lang besta dæmið um það. Hennar persónulega fylgi er algerlega óháð því hvernig hún hefur staðið sig sem forsætisráðherra, eða hvernig flokknum hennar reiðir af í skoðanakönnunum, og hún treystir því að gullfiskaminni kjósenda muni (gull)tryggja henni starfið. Katrín Jakobsdóttir er bara svo vel máli farin og alþýðleg, klár og viðkunnanleg, að það getur ekki verið að hún sé forhertur tækifærissinni, sem yfirgefur flokksfólk sitt og stuðningsfólk til margra ára, fyrir þægilega og þræl vel borgaða innivinnu á Bessastöðum. En þessi ákvörðun, að yfirgefa stjórnmálin þegar í harðbakkann slær, og nota persónufylgið í að stökkva yfir í forsetaembættið, er ekkert annað en útspekúleruð tækifærismennska. Staða hennar sem stjórnmálamaður, þrátt fyrir allt persónufylgið, er orðin vita vonlaus, og flokkurinn á leið í sögubækurnar. Tilkynning Guðna Th. um afsögn kom á fullkomnum tíma. Katrín getur hamrað á reynslu sinni og þekkingu á stjórnsýslunni og landsmálum almennt og notað ræðusnilldina og íslenskukunnáttuna til þess að koma vel út úr öllum viðtölum og umræðuþáttum, og þá er allt annað grafið og gleymt. Þetta plan getur ekki klikkað. Katrín Jakobsdóttir var matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur þegar frumvarp um lagareldi var klárað í ráðuneytinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að láta norskum laxeldisfyrirtækjum í té firði landsins um ókomna tíð, nánast ókeypis, og í ofanálag, að láta þessi sömu fyrirtæki sjá um eftirlit með sjálfum sér. Og frumvarpið virðir að vettugi allar áhyggjur af erfðablöndun - sem er orðin 71% í Noregi -, skaðlegum áhrifum á viðkvæma firði og fjölmargar aðrar athugasemdir sem hafa verið gerðar við þetta frumvarp. En Katrín sjálf gerði engar athugasemdir við þetta frumvarp, og fannst þetta eðlileg stjórnsýsla af hálfu sinnar ríkisstjórnar. Á vefsíðu Katrínar segir að forsetinn þurfi að "hafa góða dómgreind og hafa kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar". Þetta frumvarp Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sýnir hvorki góða dómgreind né kjark til þess að gæta hagsmuna okkar; þvert á móti, einu hagsmunirnir sem gætt er að í þessu frumvarpi eru hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna. Hvergi örlar á kjarki til þess að vernda lífríki Íslands, og ef þetta er dæmi um "góða" dómgreind Katrínar Jakobsdóttur, þá hefur hún klárlega ekki dómgreindina sem þarf í þetta embætti, og skortir kjarkinn sömuleiðis. Katrín Jakobsdóttir segir að forseti Íslands þurfi að vera sameinandi afl þjóðarinnar. En stjórnmálamaðurinn Katrín hefur síður en svo verið sameinandi afl. Hún hefur til að mynda beitt sér fyrir sértækum aðgerðum til handa útgerðinni, með því að lækka veiðigjöld, þegar flokkurinn sagðist ætla að hækka þau, og það er alveg augljóst, af fylgi hennar flokks að dæma, að kjósendur, fólkið í landinu, eru ekki beint að fylkja sér bak við hana. Hún hefur sundrað sínum eigin flokki og hún hefur sundrað okkur íslendingum með ákvörðunum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það má tala endalaust um samsteypustjórnmál og nauðsyn á að komast að samkomulagi við aðra stjórnarflokka til þess að rikisstjórnir haldi völdum, en fyrr má nú vera. Ef stjórnmálaflokkur eins og Vinstri grænir þarf að láta öll sín gildi lönd og leið í samsteypustjórn til þess eins að halda völdum sinna ráðherra, til hvers er þá flokkurinn? Til hvers eru þá gildin? Og ályktanir landsfunda og annað sem flokkurinn lætur frá sér fara? Þetta er greinilega allt merkingarlaust, því kjósendur hafa yfirgefið flokkinn, þeir sjá í gegnum sjónhverfingarnar sem Katrín býður upp á. Nú duga engin töfrabrögð þvi töfrarnir eru horfnir. Fólk sér að Katrínu er sama um stjórnmálaflokkinn Vinstri græna, það eina sem hún hefur áhuga á er að halda eigin völdum. Og fyrst hún er að missa völdin sem forsætisráðherra, þá er enn séns að halda sér í sviðsljósinu og hafa einhver völd með því að flýja eigið fyrirsjáanlega skipsbrot og hrifsa til sín forsetaembættið. Katrín Jakobsdóttir hefur marga kosti, eins og við vitum mætavel. En sem forseti yrði hún aldrei þetta sameinandi afl sem forsetinn þarf svo sannarlega að vera, sem Guðni Th. hefur svo sannarlega verið. Það þarf einhver annar frambjóðandi af taka við af honum sem forseti Íslands. Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við stjórnmálin á meðan hún stendur í forsetaframboði, en hún ræður samt varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einn helsta áróðursmann flokksins til sín. Þetta segir ótal margt um hennar framboð; meðal annars það að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á hana sem sinn frambjóðanda, að hennar framboð er þar með orðið pólitískt, og að forsetaframbjóðandinn Katrín Jakobsdóttir sé orðin svo nátengd Sjálfstæðisflokknum að enginn annar kom til greina en Friðjón Friðjónsson, einn helsti almannatengsla sérfræðingur flokksins. Enginn úr hennar eigin stjórnmálaflokki, enginn óháður sérfræðingur, enginn nema Friðjón. Katrín veit að þá verður hennar framboð pólítískt og umdeilt, en henni er sama. Hún treystir á að hennar fylgi bíði ekki skaða af þessu - og Friðjón hefur örugglega fullvissað hana um það þetta yrði allt í stakasta lagi. Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að leggja henni lið og hún myndi fá ótal tækifæri til þess að þakka fyrir sig þegar hún væri orðin forseti. Engar áhyggjur. Katrín Jakobsdóttir er tækifærissinni. Vinstri grænir eru komnir niður fyrir 5% í könnunum, og líklegt að flokkurinn þurrkist út í næstu Alþingiskosningum. Sambýlið við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk hefur kostað flokkinn lífið. Vinstri grænir, stjórnmálaflokkur undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefur sagt skilið við öll sín gildi, og gengur fyrst og fremst erinda útgerðar, fjármagnseigenda og norskra laxeldisfyrirtækja, eins og flokkurinn væri bara systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Og á ögurstundu, þegar allt virðist vonlaust, losnar embætti forseta Íslands, og þá stekkur Katrín frá borði hins sökkvandi skips og brosir framan í þjóðina hinu vel þekkta brosi vinsælasta stjórnmálamanns landsins. Hún treystir á að þegar kemur að kosningum verði allir búnir að gleyma rjúkandi rústunum sem hún skilur eftir sig, og hennar eigin mælska og landsfrægi persónuþokki skili henni embættinu. Hún veit sem er að stjórnmálamenn á Íslandi komast óhindrað upp með nokkurn veginn hvað sem er, og hún er lang besta dæmið um það. Hennar persónulega fylgi er algerlega óháð því hvernig hún hefur staðið sig sem forsætisráðherra, eða hvernig flokknum hennar reiðir af í skoðanakönnunum, og hún treystir því að gullfiskaminni kjósenda muni (gull)tryggja henni starfið. Katrín Jakobsdóttir er bara svo vel máli farin og alþýðleg, klár og viðkunnanleg, að það getur ekki verið að hún sé forhertur tækifærissinni, sem yfirgefur flokksfólk sitt og stuðningsfólk til margra ára, fyrir þægilega og þræl vel borgaða innivinnu á Bessastöðum. En þessi ákvörðun, að yfirgefa stjórnmálin þegar í harðbakkann slær, og nota persónufylgið í að stökkva yfir í forsetaembættið, er ekkert annað en útspekúleruð tækifærismennska. Staða hennar sem stjórnmálamaður, þrátt fyrir allt persónufylgið, er orðin vita vonlaus, og flokkurinn á leið í sögubækurnar. Tilkynning Guðna Th. um afsögn kom á fullkomnum tíma. Katrín getur hamrað á reynslu sinni og þekkingu á stjórnsýslunni og landsmálum almennt og notað ræðusnilldina og íslenskukunnáttuna til þess að koma vel út úr öllum viðtölum og umræðuþáttum, og þá er allt annað grafið og gleymt. Þetta plan getur ekki klikkað. Katrín Jakobsdóttir var matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur þegar frumvarp um lagareldi var klárað í ráðuneytinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að láta norskum laxeldisfyrirtækjum í té firði landsins um ókomna tíð, nánast ókeypis, og í ofanálag, að láta þessi sömu fyrirtæki sjá um eftirlit með sjálfum sér. Og frumvarpið virðir að vettugi allar áhyggjur af erfðablöndun - sem er orðin 71% í Noregi -, skaðlegum áhrifum á viðkvæma firði og fjölmargar aðrar athugasemdir sem hafa verið gerðar við þetta frumvarp. En Katrín sjálf gerði engar athugasemdir við þetta frumvarp, og fannst þetta eðlileg stjórnsýsla af hálfu sinnar ríkisstjórnar. Á vefsíðu Katrínar segir að forsetinn þurfi að "hafa góða dómgreind og hafa kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar". Þetta frumvarp Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sýnir hvorki góða dómgreind né kjark til þess að gæta hagsmuna okkar; þvert á móti, einu hagsmunirnir sem gætt er að í þessu frumvarpi eru hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna. Hvergi örlar á kjarki til þess að vernda lífríki Íslands, og ef þetta er dæmi um "góða" dómgreind Katrínar Jakobsdóttur, þá hefur hún klárlega ekki dómgreindina sem þarf í þetta embætti, og skortir kjarkinn sömuleiðis. Katrín Jakobsdóttir segir að forseti Íslands þurfi að vera sameinandi afl þjóðarinnar. En stjórnmálamaðurinn Katrín hefur síður en svo verið sameinandi afl. Hún hefur til að mynda beitt sér fyrir sértækum aðgerðum til handa útgerðinni, með því að lækka veiðigjöld, þegar flokkurinn sagðist ætla að hækka þau, og það er alveg augljóst, af fylgi hennar flokks að dæma, að kjósendur, fólkið í landinu, eru ekki beint að fylkja sér bak við hana. Hún hefur sundrað sínum eigin flokki og hún hefur sundrað okkur íslendingum með ákvörðunum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það má tala endalaust um samsteypustjórnmál og nauðsyn á að komast að samkomulagi við aðra stjórnarflokka til þess að rikisstjórnir haldi völdum, en fyrr má nú vera. Ef stjórnmálaflokkur eins og Vinstri grænir þarf að láta öll sín gildi lönd og leið í samsteypustjórn til þess eins að halda völdum sinna ráðherra, til hvers er þá flokkurinn? Til hvers eru þá gildin? Og ályktanir landsfunda og annað sem flokkurinn lætur frá sér fara? Þetta er greinilega allt merkingarlaust, því kjósendur hafa yfirgefið flokkinn, þeir sjá í gegnum sjónhverfingarnar sem Katrín býður upp á. Nú duga engin töfrabrögð þvi töfrarnir eru horfnir. Fólk sér að Katrínu er sama um stjórnmálaflokkinn Vinstri græna, það eina sem hún hefur áhuga á er að halda eigin völdum. Og fyrst hún er að missa völdin sem forsætisráðherra, þá er enn séns að halda sér í sviðsljósinu og hafa einhver völd með því að flýja eigið fyrirsjáanlega skipsbrot og hrifsa til sín forsetaembættið. Katrín Jakobsdóttir hefur marga kosti, eins og við vitum mætavel. En sem forseti yrði hún aldrei þetta sameinandi afl sem forsetinn þarf svo sannarlega að vera, sem Guðni Th. hefur svo sannarlega verið. Það þarf einhver annar frambjóðandi af taka við af honum sem forseti Íslands. Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun