Umhverfisávinningur þess að þrifta Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 5. maí 2024 17:00 Sérhver hlutur sem við hendum eða losum okkur við hefur markað kolefnisspor. Hvort sem það kolefnisspor er lítið eða stórt getum við ekki horft framhjá því að hlutirnir sem við kaupum hafa áhrif á umhverfið okkar. Ein leið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum er að kaupa hluti og fatnað notað (e. Second hand) eða að þrifta. Mörg okkar hafa heyrt einkunnarorðin; að neita sér um, nota/kaupa minna, endurnýta, laga og endurvinna (e. refuce, reduce, reuse, repair and recycle) sem gjarnan eru sögð grunngildi sjálfbærs lífsstíls. Þessi einkunnarorð eru einnig í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og framleiðslu (númer 12) og aðgerðir í loftlagsmálum (númer 13) og stefnuna Saman gegn sóun - almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027, þar sem lögð er áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun. Það er því sorglegt að við séum ekki komin lengra hvað varðar ábyrga neyslu og að hver Íslendingur losi sig við um 15 - 20 kg af fatnaði á ári að meðaltali, umtalsvert meira en meðal jarðarbúi. Það er sem mörgum finnist nóg að gefa fatnað og aðra hluti sem það er hætt að nota, eða hefur aldrei notað, til góðgerðarmála og þannig nota nytjasölur og fatagáma eins endurvinnslutunnur þar sem hlutirnir hverfa sjónum og hægt að halda áfram ofneyslunni án samviskubits já eða ofneyslubits. Hvað skyldi í raun verða um allan þennan fatnað sem við losum okkur við? Athyglisvert er að mjög lítill hluti fatnaðar er endurunninn á heimsvísu eða aðeins 10%. Þá fara 8% í endursölu en annað lendir á urðunarstöðum, í landfyllingum, er brennt eða sent erlendis og verður þá gjarnan vandamál annarra þjóða og engum til góða. Á urðunarstöðum tekur það fatnað mjög langan tíma að brotna niður að fullu, oft yfir 200 ár. Sérstaklega brotna gerviefni illa niður. Endursöluverslanir, básaleigur og sölusíður á netinu eru fín leið til að koma fatnaði áfram í umferð og lengja líftíma hans. En vandinn er ekki mestur við þennan enda fatakeðjunnar, rót vandans eru öll þessi nýfatakaup sem ýta undir framleiðslu og ofneyslu með öllum vandamálunum sem þeim fylgja. Það er til mikils að vinna að draga úr neyslu og minnka sóun og við getum öll lagt okkar að mörkum. Í fyrsta lagi ættum við að fækka hlutum sem við kaupum og í öðru lagi ættum við að endurnýta það sem þegar er til í heiminum. Með því að þrifta erum við að draga úr umhverfisáhrifum, fjölga þeim skiptum sem varan er notuð og draga úr framleiðslu og urðun. Það er sífellt vinsælla að lifa umhverfisvænum lífstíl og þar er unga fólkið okkar fremst í flokki sem sannarlega er til fyrirmyndar. Það góða er að nú til dags getum við keypt nánast hvað sem er notað; á nytjamörkuðum, í básaleigum eða á sölusíðum á netinu; bækur, húsgögn, eldhústæki, leikföng, bíla, skreytingar fyrir veislur og raftæki svo dæmi séu tekin. Mögulega allt sem við viljum eða þurfum og stór ávinningur fyrir utan kolefnissporið er að við getum sparað pening enda gerir þetta mörgum kleift að kaupa hluti sem þau annars hefðu ekki efni á. Framleiðsla hvers nýs hlutar hefur áhrif á umhverfið og mengar það á einhvern hátt. Allt frá hráefnisvinnslu til framleiðslu á vörum og flutnings þeirra um allan heim. Til dæmis eru eitruð efni notuð til að búa til litarefni fyrir fötin okkar og þeim síðan skolað út í umhverfið. Framleiðsla nýrra hluta krefst einnig mikillar vatsnotkunar. Sem dæmi þá felur framleiðsla á stuttermabol í sér notkun á um 2.700 lítrum af vatni og talið er að tískuiðnaðurinn sé ábyrgur fyrir 20% mengunar í vatni. Að versla notað dregur því úr mengandi framleiðslu og sparar vatn. Vatn sem er ein af dýrmætustu auðlindum heims og við getum ekki lifað án. Til að framleiða fatnað þarf líka mikla orku. Þó við á Íslandi státum okkur af grænni endurnýtanlegri orku er slíkt ekki uppi á teningnum víða þar sem mesta framleiðsla á fatnaði fer fram. Þar er gjarnan notast við kol, olíu, jarðgas eða kjarnorku sem orkugjafa við að knýja vélar og starfrækja verksmiðjur. Með því að kjósa frekar að þrifta erum við að draga úr þörf á óendurnýjanlegri mengandi orku við framleiðslu á nýjum fatnaði. Um leið spörum við líka orku ef litið er til þess eldsneytis sem notað er til að senda nýja hluti um allan heim. Það þarf líka umbúðir um allan þennan nýja fatnað og með því að draga úr nýkaupum erum við um leið að draga úr aukinni þörf á umbúðaframleiðslu. Þegar nýir hlutir eru framleiddir er þeim því miður nánast alltaf pakkað inn í umbúðir og umbúðaiðnaðurinn er risastór með tilheyrandi mengun. Þegar við þriftum (kaupum eitthvað notað í endursöluverslunum, í básaleigum eða augliti til auglitis) eru engar umbúðir, sem aftur dregur úr sóun. Ef við pöntum notaða vöru á netinu kemur hún að sjálfsögðu í umbúðum. En þær eru oft umfangsminni og innihalda minna plast en þegar um nýjan varning er að ræða. Margir seljendur leggja sig líka fram um að nota endurunnar umbúðir eða margnota. Auðvitað eru vissir hlutir eins og nærföt eða sokkar, sem við viljum síður kaupa notað og við finnum mögulega ekki alltaf nákvæmlega það sem við viljum eða þurfum með því að þrifta. Þá er gott að hafa í huga að versla vörur sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt, forðast hraðtískufyrirtæki og hafa í huga að hægt er að selja flíkina aftur. Ódýrar nýjar flíkur eru varhugaverðar og afar líklegt að þær séu framleiddar við mengandi og bágar aðstæður. Margar dýrari merkjavörur eru það reyndar einnig svo það er mikilvægt að vanda sig. Sem betur fer er margt jákvætt að gerast í heimi textílframleiðslu þar sem hönnuðir og framleiðendur horfa til þess að lágmarka vistsporið og bjóða upp á gæðavörur, lífrænt vottaða framleiðslu eða sanngjarna viðskiptahætti (e.fair trade). Hönnuðir tala um „línulausa nálgun” eða „árstíðalausa nálgun” þar sem áhersla er lögð á vandaðan og sígildan fatnað sem endist lengur (e. slow fashion). Einnig hafa vefsíður og smáforrit (t.d. Good On You) sem gefa fyrirtækjum einkunnir út frá aðbúnaði starfsfólks og launakjörum, umhverfisvernd og notkun dýraafurða litið dagsins ljós. Þangað er hægt að líta til að athuga hvort flíkin sem við höfum áhuga á er framleidd í anda hægtísku og á sanngjarnan hátt. En til þess að að haldið verði áfram á þessari braut er mikilvægt að við sýnum í verki og með innkaupum að við sniðgöngum framleiðslu sem er skaðleg umhverfi og náttúru og þar sem mengunarvarnir, launakostnaður og vinnuaðstaða starfsfólks er bágborin. Við verðum líka að kaupa sjaldnar og minna, vera ábyrgir neytendur. Við einfaldlega getum ekki endurunnið okkur í gegn um þetta mikla vandamál sem fataiðnaðurinn og offramleiðsla er en með því að þrifta, nota lengur, kaupa minna, endurnýta og laga erum við að taka skýra afstöðu og sannarlega á réttri leið. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Umhverfismál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sérhver hlutur sem við hendum eða losum okkur við hefur markað kolefnisspor. Hvort sem það kolefnisspor er lítið eða stórt getum við ekki horft framhjá því að hlutirnir sem við kaupum hafa áhrif á umhverfið okkar. Ein leið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum er að kaupa hluti og fatnað notað (e. Second hand) eða að þrifta. Mörg okkar hafa heyrt einkunnarorðin; að neita sér um, nota/kaupa minna, endurnýta, laga og endurvinna (e. refuce, reduce, reuse, repair and recycle) sem gjarnan eru sögð grunngildi sjálfbærs lífsstíls. Þessi einkunnarorð eru einnig í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og framleiðslu (númer 12) og aðgerðir í loftlagsmálum (númer 13) og stefnuna Saman gegn sóun - almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027, þar sem lögð er áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun. Það er því sorglegt að við séum ekki komin lengra hvað varðar ábyrga neyslu og að hver Íslendingur losi sig við um 15 - 20 kg af fatnaði á ári að meðaltali, umtalsvert meira en meðal jarðarbúi. Það er sem mörgum finnist nóg að gefa fatnað og aðra hluti sem það er hætt að nota, eða hefur aldrei notað, til góðgerðarmála og þannig nota nytjasölur og fatagáma eins endurvinnslutunnur þar sem hlutirnir hverfa sjónum og hægt að halda áfram ofneyslunni án samviskubits já eða ofneyslubits. Hvað skyldi í raun verða um allan þennan fatnað sem við losum okkur við? Athyglisvert er að mjög lítill hluti fatnaðar er endurunninn á heimsvísu eða aðeins 10%. Þá fara 8% í endursölu en annað lendir á urðunarstöðum, í landfyllingum, er brennt eða sent erlendis og verður þá gjarnan vandamál annarra þjóða og engum til góða. Á urðunarstöðum tekur það fatnað mjög langan tíma að brotna niður að fullu, oft yfir 200 ár. Sérstaklega brotna gerviefni illa niður. Endursöluverslanir, básaleigur og sölusíður á netinu eru fín leið til að koma fatnaði áfram í umferð og lengja líftíma hans. En vandinn er ekki mestur við þennan enda fatakeðjunnar, rót vandans eru öll þessi nýfatakaup sem ýta undir framleiðslu og ofneyslu með öllum vandamálunum sem þeim fylgja. Það er til mikils að vinna að draga úr neyslu og minnka sóun og við getum öll lagt okkar að mörkum. Í fyrsta lagi ættum við að fækka hlutum sem við kaupum og í öðru lagi ættum við að endurnýta það sem þegar er til í heiminum. Með því að þrifta erum við að draga úr umhverfisáhrifum, fjölga þeim skiptum sem varan er notuð og draga úr framleiðslu og urðun. Það er sífellt vinsælla að lifa umhverfisvænum lífstíl og þar er unga fólkið okkar fremst í flokki sem sannarlega er til fyrirmyndar. Það góða er að nú til dags getum við keypt nánast hvað sem er notað; á nytjamörkuðum, í básaleigum eða á sölusíðum á netinu; bækur, húsgögn, eldhústæki, leikföng, bíla, skreytingar fyrir veislur og raftæki svo dæmi séu tekin. Mögulega allt sem við viljum eða þurfum og stór ávinningur fyrir utan kolefnissporið er að við getum sparað pening enda gerir þetta mörgum kleift að kaupa hluti sem þau annars hefðu ekki efni á. Framleiðsla hvers nýs hlutar hefur áhrif á umhverfið og mengar það á einhvern hátt. Allt frá hráefnisvinnslu til framleiðslu á vörum og flutnings þeirra um allan heim. Til dæmis eru eitruð efni notuð til að búa til litarefni fyrir fötin okkar og þeim síðan skolað út í umhverfið. Framleiðsla nýrra hluta krefst einnig mikillar vatsnotkunar. Sem dæmi þá felur framleiðsla á stuttermabol í sér notkun á um 2.700 lítrum af vatni og talið er að tískuiðnaðurinn sé ábyrgur fyrir 20% mengunar í vatni. Að versla notað dregur því úr mengandi framleiðslu og sparar vatn. Vatn sem er ein af dýrmætustu auðlindum heims og við getum ekki lifað án. Til að framleiða fatnað þarf líka mikla orku. Þó við á Íslandi státum okkur af grænni endurnýtanlegri orku er slíkt ekki uppi á teningnum víða þar sem mesta framleiðsla á fatnaði fer fram. Þar er gjarnan notast við kol, olíu, jarðgas eða kjarnorku sem orkugjafa við að knýja vélar og starfrækja verksmiðjur. Með því að kjósa frekar að þrifta erum við að draga úr þörf á óendurnýjanlegri mengandi orku við framleiðslu á nýjum fatnaði. Um leið spörum við líka orku ef litið er til þess eldsneytis sem notað er til að senda nýja hluti um allan heim. Það þarf líka umbúðir um allan þennan nýja fatnað og með því að draga úr nýkaupum erum við um leið að draga úr aukinni þörf á umbúðaframleiðslu. Þegar nýir hlutir eru framleiddir er þeim því miður nánast alltaf pakkað inn í umbúðir og umbúðaiðnaðurinn er risastór með tilheyrandi mengun. Þegar við þriftum (kaupum eitthvað notað í endursöluverslunum, í básaleigum eða augliti til auglitis) eru engar umbúðir, sem aftur dregur úr sóun. Ef við pöntum notaða vöru á netinu kemur hún að sjálfsögðu í umbúðum. En þær eru oft umfangsminni og innihalda minna plast en þegar um nýjan varning er að ræða. Margir seljendur leggja sig líka fram um að nota endurunnar umbúðir eða margnota. Auðvitað eru vissir hlutir eins og nærföt eða sokkar, sem við viljum síður kaupa notað og við finnum mögulega ekki alltaf nákvæmlega það sem við viljum eða þurfum með því að þrifta. Þá er gott að hafa í huga að versla vörur sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt, forðast hraðtískufyrirtæki og hafa í huga að hægt er að selja flíkina aftur. Ódýrar nýjar flíkur eru varhugaverðar og afar líklegt að þær séu framleiddar við mengandi og bágar aðstæður. Margar dýrari merkjavörur eru það reyndar einnig svo það er mikilvægt að vanda sig. Sem betur fer er margt jákvætt að gerast í heimi textílframleiðslu þar sem hönnuðir og framleiðendur horfa til þess að lágmarka vistsporið og bjóða upp á gæðavörur, lífrænt vottaða framleiðslu eða sanngjarna viðskiptahætti (e.fair trade). Hönnuðir tala um „línulausa nálgun” eða „árstíðalausa nálgun” þar sem áhersla er lögð á vandaðan og sígildan fatnað sem endist lengur (e. slow fashion). Einnig hafa vefsíður og smáforrit (t.d. Good On You) sem gefa fyrirtækjum einkunnir út frá aðbúnaði starfsfólks og launakjörum, umhverfisvernd og notkun dýraafurða litið dagsins ljós. Þangað er hægt að líta til að athuga hvort flíkin sem við höfum áhuga á er framleidd í anda hægtísku og á sanngjarnan hátt. En til þess að að haldið verði áfram á þessari braut er mikilvægt að við sýnum í verki og með innkaupum að við sniðgöngum framleiðslu sem er skaðleg umhverfi og náttúru og þar sem mengunarvarnir, launakostnaður og vinnuaðstaða starfsfólks er bágborin. Við verðum líka að kaupa sjaldnar og minna, vera ábyrgir neytendur. Við einfaldlega getum ekki endurunnið okkur í gegn um þetta mikla vandamál sem fataiðnaðurinn og offramleiðsla er en með því að þrifta, nota lengur, kaupa minna, endurnýta og laga erum við að taka skýra afstöðu og sannarlega á réttri leið. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar