Getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun