Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 07:28 Það gengur vel hjá Xabi Alonso. Getty/Alex Grimm Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki