Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. maí 2024 13:30 Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun