Stormy Daniels í dómsal með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 14:16 Stormy Daniels hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump á árum áður. Einkalögmaður Trumps greiddi henni 130 þúsund dali fyrir að dreifa sögunni ekki en Trump hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi lögmanninum. AP/Markus Schreiber Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira