Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:50 Fjöldi fólks hefur fallið fyrir svikunum, sem standa enn yfir. Getty Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira