Siðferðileg heilindi Háskóla Íslands á tímum þjóðarmorðs Háskólafólk fyrir Palestínu skrifar 9. maí 2024 10:00 Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París. Í Ísrael var femíníski prófessorinn Nadera Shalhoub-Kevorkian, palestínsk kona með ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt, handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi án dóms og laga. Á undanförnum mánuðum hafa mótmæli staðið yfir á Íslandi til stuðnings palestínsku þjóðinni og 350 einstaklingar sem starfa við Háskóla Íslands skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði. Í yfirlýsingunni felst skuldbinding um að sniðganga akademískar stofnanir í Ísrael og afþakka samstarf við ísraelskar menntastofnanir og aðrar viðeigandi stofnanir sem eru samsekar þjóðarmorði þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og aðskilnaðarstefnu og hætta þjóðernishreinsunum á Gaza og Vesturbakkanum. Þrátt fyrir skýrt ákall úr mörgum áttum hafa stjórnendur Háskóla Íslands ekki sýnt vilja til að sýna palestínsku þjóðinni, stúdentum og fræðafólki stuðning. Ísraelsher hefur gjöreyðilagt alla háskóla á Gaza og hefur fræðafólk af gyðingaættum verið gagnrýnt og mætt hörðum mótaðgerðum fyrir að tala gegn þjóðarmorðinu í Palestínu. Mikilvægt er að varpa ljósi á tvískinnung í málflutningi og stefnu stjórnenda Háskóla Íslands, en á vefsíðu skólans er sérstök upplýsingagátt vegna innrásar Rússlands, þar sem skýr afstaða er tekin með úkraínsku þjóðinni og fræðasamfélaginu. Þar stendur: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Sérstök úrræði eru kynnt á upplýsingagáttinni fyrir úkraínska nemendur og fræðafólk. Háskóli Íslands undirritaði einnig yfirlýsingu Bologna samstarfsins (2022) þar sem fram kemur að aðilar að EHEA (European Higher Education Area and Bologna Process) skuli slíta tengslum og samstarfi við opinberar stofnanir Rússlands og annarra landa sem styðja innrásina í Úkraínu með beinum hætti, og vinna aðeins með rússneskum stofnunum og samtökum sem byggja á sameiginlegum evrópskum gildum. Þá kemur einnig fram að viðurkenna eigi hugrekki rússneskra borgara (e. civil society) sem taka þátt í mótmælum gegn innrás Rússlands og bjóða vernd þeim sem eru í hættu vegna afstöðu sinnar. Þá var Rússlandi og Belarús vikið úr EHEA samstarfinu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur kallað þjóðarmorð Ísraels á Palestínufólki á Gaza „pólitískt álitamál líðandi stundar“ og stillir því upp á móti „fordæmalausri árás Rússlands inn í Úkraínu“. Það er enn óljóst hvað nákvæmlega það er við árásir Ísraels á almenna borgara á Gaza og á Vesturbakkanum sem getur kallast pólitískt álitamál. Til að mynda hefur Ísrael hundsað bæði tilskipanir Alþjóðadómstólsins um að ríkið sé að öllum líkindum að fremja þjóðarmorð og eigi því strax að stöðva allar aðgerðir á Gaza og hleypa mannúðaraðstoð inn, sem og tilskipun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé. Þá eru ekki upptaldir þeir hundruðir stríðsglæpa sem vitað er að Ísrael hefur framið, þar á meðal nýlegar fjöldagrafir þar sem lík af börnum og fullorðnum fundust með hendur bundnar fyrir aftan bak og skotsár í höfuð. Þann 2. maí bar Stúdentaráð Háskóla Íslands upp fyrirspurn í Háskólaráði þar sem þau spurðu rektor hvort að „Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu?“ Í svari sínu hélt rektor því fram að þjóðarmorðið á Gaza væri „harmleikur“ sem þó væri ekki hægt að bera saman við innrás Rússlands í Úkraínu, meðal annars vegna þess að ísraelskir rektorar hafi ekki látið í ljós stuðning við árásirnar á Gaza. Ísraelskir rektorar hafa gefið frá sér fjölda yfirlýsinga síðan 7. október, þar sem þeir minnast hvorki einu orði á eyðileggingu allra háskóla í Gaza né á þá tugi háskólafólks sem hafa verið myrt á Gaza. Þá er það þekkt að akademískar stofnanir í Ísrael eru virkir þátttakendurog þar af leiðandi samsekar í nýlendustefnu, landráni, þjóðernishreinsunum og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðgerðum og -kenningum. Þar að auki taka akademískar stofnanir þátt í hvítþvotti og réttlætingu á stríðsglæpum stjórnvalda, kúgun á gagnrýnendum á Ísraelsríki, skerðingu á tjáningarfrelsi nemenda og kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Það er enginn haldbær munur á árás Rússlands á Úkraínu og árás Ísraelsríkis á Gaza, annar en sá að hið síðarnefnda er stutt af Vestrænum ríkjum, þrátt fyrir að falla undir skilgreiningu á þjóðarmorði, sem eitt og sér ætti að vera næg ástæða fyrir Háskóla Íslands að bregðast við. Það er krafa okkar að Háskóli Íslands taki yfirvegaða og afgerandi afstöðu með palestínsku þjóðinni, líkt og hann gerði með úkraínsku þjóðinni. Sé það ekki gert eru siðferðileg heilindi Háskólans engin. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gaza og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það. Höfundar að grein eru, fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu. Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Háskólar Frakkland Bandaríkin Ísrael Hagsmunir stúdenta Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París. Í Ísrael var femíníski prófessorinn Nadera Shalhoub-Kevorkian, palestínsk kona með ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt, handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi án dóms og laga. Á undanförnum mánuðum hafa mótmæli staðið yfir á Íslandi til stuðnings palestínsku þjóðinni og 350 einstaklingar sem starfa við Háskóla Íslands skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði. Í yfirlýsingunni felst skuldbinding um að sniðganga akademískar stofnanir í Ísrael og afþakka samstarf við ísraelskar menntastofnanir og aðrar viðeigandi stofnanir sem eru samsekar þjóðarmorði þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og aðskilnaðarstefnu og hætta þjóðernishreinsunum á Gaza og Vesturbakkanum. Þrátt fyrir skýrt ákall úr mörgum áttum hafa stjórnendur Háskóla Íslands ekki sýnt vilja til að sýna palestínsku þjóðinni, stúdentum og fræðafólki stuðning. Ísraelsher hefur gjöreyðilagt alla háskóla á Gaza og hefur fræðafólk af gyðingaættum verið gagnrýnt og mætt hörðum mótaðgerðum fyrir að tala gegn þjóðarmorðinu í Palestínu. Mikilvægt er að varpa ljósi á tvískinnung í málflutningi og stefnu stjórnenda Háskóla Íslands, en á vefsíðu skólans er sérstök upplýsingagátt vegna innrásar Rússlands, þar sem skýr afstaða er tekin með úkraínsku þjóðinni og fræðasamfélaginu. Þar stendur: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Sérstök úrræði eru kynnt á upplýsingagáttinni fyrir úkraínska nemendur og fræðafólk. Háskóli Íslands undirritaði einnig yfirlýsingu Bologna samstarfsins (2022) þar sem fram kemur að aðilar að EHEA (European Higher Education Area and Bologna Process) skuli slíta tengslum og samstarfi við opinberar stofnanir Rússlands og annarra landa sem styðja innrásina í Úkraínu með beinum hætti, og vinna aðeins með rússneskum stofnunum og samtökum sem byggja á sameiginlegum evrópskum gildum. Þá kemur einnig fram að viðurkenna eigi hugrekki rússneskra borgara (e. civil society) sem taka þátt í mótmælum gegn innrás Rússlands og bjóða vernd þeim sem eru í hættu vegna afstöðu sinnar. Þá var Rússlandi og Belarús vikið úr EHEA samstarfinu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur kallað þjóðarmorð Ísraels á Palestínufólki á Gaza „pólitískt álitamál líðandi stundar“ og stillir því upp á móti „fordæmalausri árás Rússlands inn í Úkraínu“. Það er enn óljóst hvað nákvæmlega það er við árásir Ísraels á almenna borgara á Gaza og á Vesturbakkanum sem getur kallast pólitískt álitamál. Til að mynda hefur Ísrael hundsað bæði tilskipanir Alþjóðadómstólsins um að ríkið sé að öllum líkindum að fremja þjóðarmorð og eigi því strax að stöðva allar aðgerðir á Gaza og hleypa mannúðaraðstoð inn, sem og tilskipun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé. Þá eru ekki upptaldir þeir hundruðir stríðsglæpa sem vitað er að Ísrael hefur framið, þar á meðal nýlegar fjöldagrafir þar sem lík af börnum og fullorðnum fundust með hendur bundnar fyrir aftan bak og skotsár í höfuð. Þann 2. maí bar Stúdentaráð Háskóla Íslands upp fyrirspurn í Háskólaráði þar sem þau spurðu rektor hvort að „Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu?“ Í svari sínu hélt rektor því fram að þjóðarmorðið á Gaza væri „harmleikur“ sem þó væri ekki hægt að bera saman við innrás Rússlands í Úkraínu, meðal annars vegna þess að ísraelskir rektorar hafi ekki látið í ljós stuðning við árásirnar á Gaza. Ísraelskir rektorar hafa gefið frá sér fjölda yfirlýsinga síðan 7. október, þar sem þeir minnast hvorki einu orði á eyðileggingu allra háskóla í Gaza né á þá tugi háskólafólks sem hafa verið myrt á Gaza. Þá er það þekkt að akademískar stofnanir í Ísrael eru virkir þátttakendurog þar af leiðandi samsekar í nýlendustefnu, landráni, þjóðernishreinsunum og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðgerðum og -kenningum. Þar að auki taka akademískar stofnanir þátt í hvítþvotti og réttlætingu á stríðsglæpum stjórnvalda, kúgun á gagnrýnendum á Ísraelsríki, skerðingu á tjáningarfrelsi nemenda og kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Það er enginn haldbær munur á árás Rússlands á Úkraínu og árás Ísraelsríkis á Gaza, annar en sá að hið síðarnefnda er stutt af Vestrænum ríkjum, þrátt fyrir að falla undir skilgreiningu á þjóðarmorði, sem eitt og sér ætti að vera næg ástæða fyrir Háskóla Íslands að bregðast við. Það er krafa okkar að Háskóli Íslands taki yfirvegaða og afgerandi afstöðu með palestínsku þjóðinni, líkt og hann gerði með úkraínsku þjóðinni. Sé það ekki gert eru siðferðileg heilindi Háskólans engin. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gaza og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það. Höfundar að grein eru, fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu. Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun