Hún Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 11. maí 2024 11:01 Hún er sameinandi afl, þvert á pólitískt litróf. Hún gjörþekkir stjórnsýslu og löggjöf landsins og er vel að sér í alþjóðlegum stjórnmálum. Hún hefur talað fyrir friði og mannréttindum hvar sem hún kemur og sýnt frumkvæði við að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Hún kemur vel fyrir, með góða dómgreind, er víðlesin og vel að sér í ótal málefnum fyrr og nú, opin, fróðleiksfús og viðræðugóð. Hún ber virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum skoðunum, óháð uppruna fólks og lífsskoðunum. Hún er lunkin í að sætta og miðla, setur lýðræði og jafnrétti á oddinn og er með mikla leiðtogahæfileika. Hún leiddi þjóðina í gegn um heimsfaraldur og hefði ég enga aðra manneskju viljað hafa þar í stafni. Hún er líttillát, hógvær og alþýðleg en stendur fast á sínu enda félagslegt réttlæti og jöfnuður fyrir okkur öll það sem brennur á henni, það sanna málefni sem hún hefur sett á dagskrá. Hún er fylgin sér og þykir vænt um náttúru landsins, sameiginlegar auðlindir okkar, manneskjur og málefni. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, er áhugasöm um allt milli himins og jarðar og með eindæmum hæfileikarík. Hún yrði áfram skýr rödd og sterk á alþjóðavettvangi, á hana er og verður hlustað. Hún veit að embætti forseta er áhrifaembætti en ekki valdaembætti og vill þar styðja við hamingju og velsæld þjóðarinnar, stuðla að því að við sem á Íslandi búum höfum sjálfstraust og trú að að við getum haft áhrif og gert gagn. Hún er nefnilega á því að fólk sé gott. Fyrst og fremst þá er hún óþrjótandi dugleg og myndi ekki skorta hugmyndir til góðra verka. Hún heitir Katrín Jakobsdóttir og er kraftmikil forystukona sem ég vil sjá sem minn forseta. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Hún er sameinandi afl, þvert á pólitískt litróf. Hún gjörþekkir stjórnsýslu og löggjöf landsins og er vel að sér í alþjóðlegum stjórnmálum. Hún hefur talað fyrir friði og mannréttindum hvar sem hún kemur og sýnt frumkvæði við að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Hún kemur vel fyrir, með góða dómgreind, er víðlesin og vel að sér í ótal málefnum fyrr og nú, opin, fróðleiksfús og viðræðugóð. Hún ber virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum skoðunum, óháð uppruna fólks og lífsskoðunum. Hún er lunkin í að sætta og miðla, setur lýðræði og jafnrétti á oddinn og er með mikla leiðtogahæfileika. Hún leiddi þjóðina í gegn um heimsfaraldur og hefði ég enga aðra manneskju viljað hafa þar í stafni. Hún er líttillát, hógvær og alþýðleg en stendur fast á sínu enda félagslegt réttlæti og jöfnuður fyrir okkur öll það sem brennur á henni, það sanna málefni sem hún hefur sett á dagskrá. Hún er fylgin sér og þykir vænt um náttúru landsins, sameiginlegar auðlindir okkar, manneskjur og málefni. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, er áhugasöm um allt milli himins og jarðar og með eindæmum hæfileikarík. Hún yrði áfram skýr rödd og sterk á alþjóðavettvangi, á hana er og verður hlustað. Hún veit að embætti forseta er áhrifaembætti en ekki valdaembætti og vill þar styðja við hamingju og velsæld þjóðarinnar, stuðla að því að við sem á Íslandi búum höfum sjálfstraust og trú að að við getum haft áhrif og gert gagn. Hún er nefnilega á því að fólk sé gott. Fyrst og fremst þá er hún óþrjótandi dugleg og myndi ekki skorta hugmyndir til góðra verka. Hún heitir Katrín Jakobsdóttir og er kraftmikil forystukona sem ég vil sjá sem minn forseta. Höfundur er kjósandi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun