Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 09:29 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka. Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka.
Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira