Vænsti maður og harðduglegur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 17:36 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32
Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09
Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45