Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2024 11:05 Arnar Grétarsson er í dag þjálfari Vals og var í viðræðum við félagið undir lok tímabilsins 2022. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Deilan sneri að ákvæði sem sagði til um að Arnar ætti rétt á einum tíunda hluta af Evróputekjum KA. Vísir hefur dóminn undir höndum. Samningsákvæðið sem deilt var um var eftirfarandi: „Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“ Deilumálin vegna ákvæðisins sneru að stærstum hluta um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort Arnar hafi verið þjálfari liðsins þegar það tryggði sér sæti í Evrópukeppni með árangri þess sumarið 2022. Arnar var þjálfari KA í fyrstu 22 deildarleikjum sumarsins en samkvæmt dómnum var hann settur í einhliða leyfi af KA þegar komið var í síðustu fimm leikina í úrslitakeppninni, þegar Hallgrímur Jónasson tók við stjórnartaumunum. Arnar var skikkaður í leyfið vegna viðræðna hans við annað félag, Val, sem hann tók við að tímabilinu loknu. Samkvæmt dómi felldi KA ekki niður rétt Arnars til bónusgreiðslna með því að afþakka starfskrafta hans í síðustu fimm leikjunum. Ekki fallist á rök um trúnaðarbrest KA færði fyrir rétti rök fyrir því að um trúnaðarbrest væri að ræða af hálfu Arnars að ræða við annað félag meðan hann var samningsbundinn KA. Það var ekki fallist á þar sem Arnar hefði fyrir það ýtt eftir viðræðum um nýjan samning við KA, það hafi dregist á langinn vegna efasemda innan stjórnar KA. Það þyki eðlilegt að Arnar hafi rætt við Val þar sem hann átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við KA á þeim tímapunkti. Hann hafi að auki upplýst KA um viðræðurnar við Val. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, hafi þá fyrir dómi sagt „alþekkt“ að þjálfarar ættu í samningaviðræðum undir lok leiktíða. „Ekkert í samningi aðila takmarkaði frelsi stefnanda til þess að bregðast við sýndum áhuga annars félags á starfskröftum hans (…) Er það því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi verið þjálfari KA í skilningi ákvæðisins þegar félagið tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppninni,“ segir í dómnum. Í öðru lagi snýst deilan um setninguna: „fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni“. KA-menn vildu meina að Arnar ætti rétt á greiðslum fyrir það að koma liðinu í Evrópukeppni en ekki árangurinn sem náðist þegar í hana var komið sumarið 2023, en KA komst alla leið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ákvæðið skýrt Samkvæmt dómi fæst ekki annað skilið úr setningunni en að ákvæðið eigi við um allar þær greiðslur sem KA fær frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppninni. Í dómnum segir: „Að mati dómsins er ekkert í orðalagi ákvæðisins sem rennir stoðum undir þann skilning stefnda að rétturinn takmarkist við greiðslur vegna fyrstu umferðar Evrópukeppninnar. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram að 10% skuli vera af allri þeirri fjárhæð sem félagið fái greitt fyrir þátttöku í keppninni. Verður það ekki skýrt á annan veg en að þar sé átt við heildargreiðslur UEFA til félagsins fyrir þátttöku í keppninni.“ Hafi KA viljað takmarka rétt Arnars til greiðslna við fyrstu umferðina hefði þurft að taka það fram í samningnum. Því refsast KA fyrir það að hafa ekki tilgreint um slíkt í samningnum. KA fékk frá UEFA 850 þúsund evrur vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppnum sambandsins sumarið 2023. Skýrt var að 300 þúsund af þeim voru eyrnamerktar ferðakostnaði, hundrað þúsund fyrir hverja umferð sem KA tók þátt í. KA fékk því 550 þúsund evrur frá UEFA fyrir þátttökuna ef ferðakostnaður er dreginn frá. Í samræmi við það var KA skylt að greiða Arnari 55 þúsund evrur, tíu prósent af þeim 550 þúsund evrum sem KA hlaut frá UEFA. Það gerir 7.969.500 krónur og ofan á það bættust 10,17 prósenta orlofshlutfall. KA var því gert að greiða Arnari 8.779.998 krónur, auk dráttarvaxta og tveggja milljón króna málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort KA hyggist áfrýja dómnum. Íslenski boltinn Fótbolti KA Besta deild karla Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Deilan sneri að ákvæði sem sagði til um að Arnar ætti rétt á einum tíunda hluta af Evróputekjum KA. Vísir hefur dóminn undir höndum. Samningsákvæðið sem deilt var um var eftirfarandi: „Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“ Deilumálin vegna ákvæðisins sneru að stærstum hluta um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort Arnar hafi verið þjálfari liðsins þegar það tryggði sér sæti í Evrópukeppni með árangri þess sumarið 2022. Arnar var þjálfari KA í fyrstu 22 deildarleikjum sumarsins en samkvæmt dómnum var hann settur í einhliða leyfi af KA þegar komið var í síðustu fimm leikina í úrslitakeppninni, þegar Hallgrímur Jónasson tók við stjórnartaumunum. Arnar var skikkaður í leyfið vegna viðræðna hans við annað félag, Val, sem hann tók við að tímabilinu loknu. Samkvæmt dómi felldi KA ekki niður rétt Arnars til bónusgreiðslna með því að afþakka starfskrafta hans í síðustu fimm leikjunum. Ekki fallist á rök um trúnaðarbrest KA færði fyrir rétti rök fyrir því að um trúnaðarbrest væri að ræða af hálfu Arnars að ræða við annað félag meðan hann var samningsbundinn KA. Það var ekki fallist á þar sem Arnar hefði fyrir það ýtt eftir viðræðum um nýjan samning við KA, það hafi dregist á langinn vegna efasemda innan stjórnar KA. Það þyki eðlilegt að Arnar hafi rætt við Val þar sem hann átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við KA á þeim tímapunkti. Hann hafi að auki upplýst KA um viðræðurnar við Val. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, hafi þá fyrir dómi sagt „alþekkt“ að þjálfarar ættu í samningaviðræðum undir lok leiktíða. „Ekkert í samningi aðila takmarkaði frelsi stefnanda til þess að bregðast við sýndum áhuga annars félags á starfskröftum hans (…) Er það því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi verið þjálfari KA í skilningi ákvæðisins þegar félagið tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppninni,“ segir í dómnum. Í öðru lagi snýst deilan um setninguna: „fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni“. KA-menn vildu meina að Arnar ætti rétt á greiðslum fyrir það að koma liðinu í Evrópukeppni en ekki árangurinn sem náðist þegar í hana var komið sumarið 2023, en KA komst alla leið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ákvæðið skýrt Samkvæmt dómi fæst ekki annað skilið úr setningunni en að ákvæðið eigi við um allar þær greiðslur sem KA fær frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppninni. Í dómnum segir: „Að mati dómsins er ekkert í orðalagi ákvæðisins sem rennir stoðum undir þann skilning stefnda að rétturinn takmarkist við greiðslur vegna fyrstu umferðar Evrópukeppninnar. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram að 10% skuli vera af allri þeirri fjárhæð sem félagið fái greitt fyrir þátttöku í keppninni. Verður það ekki skýrt á annan veg en að þar sé átt við heildargreiðslur UEFA til félagsins fyrir þátttöku í keppninni.“ Hafi KA viljað takmarka rétt Arnars til greiðslna við fyrstu umferðina hefði þurft að taka það fram í samningnum. Því refsast KA fyrir það að hafa ekki tilgreint um slíkt í samningnum. KA fékk frá UEFA 850 þúsund evrur vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppnum sambandsins sumarið 2023. Skýrt var að 300 þúsund af þeim voru eyrnamerktar ferðakostnaði, hundrað þúsund fyrir hverja umferð sem KA tók þátt í. KA fékk því 550 þúsund evrur frá UEFA fyrir þátttökuna ef ferðakostnaður er dreginn frá. Í samræmi við það var KA skylt að greiða Arnari 55 þúsund evrur, tíu prósent af þeim 550 þúsund evrum sem KA hlaut frá UEFA. Það gerir 7.969.500 krónur og ofan á það bættust 10,17 prósenta orlofshlutfall. KA var því gert að greiða Arnari 8.779.998 krónur, auk dráttarvaxta og tveggja milljón króna málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort KA hyggist áfrýja dómnum.
Íslenski boltinn Fótbolti KA Besta deild karla Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira